Upplýsingar

Látið slag standa - komið í krullu!

Í janúar 2011 stendur Krulludeild Skautafélags Akureyrar fyrir átaki þar sem konur eru boðnar sérstaklega velkomnar á svellið til að prófa krullu.

Mánudagskvöldið 3. janúar kl. 20.00-22.30 og miðvikudagskvöldið 5. janúar kl. 21.00-23.00 verða opnir kvennatímar þar sem allar konur eru velkomnar á svellið til að prófa og fá leiðsögn um grundvallaratriði íþróttarinnar frá vönu krullufólki.

Framhaldið ræðst síðan af þátttöku, en hugmyndin er að setja upp stutt krullumót í annarri og þriðju viku janúar fyrir þær konur sem koma og prófa - og þær örfáu konur sem fyrir eru í krullunni eða hafa spilað í gegnum tíðina.

Hvort sem liðin verða tvö eða tuttugu þá getum við lofað því að þær sem láta slag standa og prófa þessa skemmtilegu íþrótt eiga sannarlega ekki eftir að sjá eftir því.

Að sjálfsögðu eru allir - konur og karlar - velkomnir á reglulegar krulluæfingar á mánudags- og miðvikudagskvökdum allan veturinn. Þegar mót standa yfir er yfirleitt spilað á mánudögum og stundum á miðvikudögum, en á sama tíma eru einnig lausar brautir fyrir þá sem vilja koma og prófa, og oft einhverjir úr röðum krullufólks sem ekki eru að keppa sem geta þá leiðbeint nýju fólki.

Nú stendur yfir Aðventumót í krullu (opið öllum) þar sem þátttakendur hverju sinni eru dregnir saman í lið. Ekki þarf að skrá sig til leiks, aðeins mæta á staðinn (nýliðar velkomnir). Umferðir í Aðventumótinu verða 13. og 15. desember. Síðan tekur við jólafrí í krullunni og falla niður æfingar 20., 22. og 27. desember.